From the regulation on claim settlement representatives

Not available in English

In regulation on motor insurance no. 1244/2019 are rules and regulations regarding claims representatives.

15. gr.

Hlutverk tjónsuppgjörsfulltrúa og skilyrði fyrir viðurkenningu á þeim.

Tjónsuppgjörsfulltrúar, sem tilnefndir eru hér á landi til að koma fram fyrir hönd erlendra vátrygg­inga­félaga skv. 4. tölul. 2. mgr. 124. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 125. gr. laga um vátrygginga­starfsemi, nr. 100/2016, skulu afgreiða og taka ákvörðun eða semja um skaðabótakröfur tjónþola, sem búsettir eru hér á landi, vegna tjónsatviks í öðru aðildarríki eða í öðru ríki sem er aðili að til­höguninni um græna kortið, enda verði tjónsatvik rakið til ökutækis sem er vátryggt og að öllu jöfnu staðsett í öðru aðildar­ríki.

Skylda skv. 13. gr., um að gera rökstutt tilboð eða gefa rökstutt svar, hvílir ekki á tjóns­uppgjörs­fulltrúa hafi viðkomandi vátryggingafélag uppfyllt þá skyldu innan þriggja mánaða frestsins.

Tjónsuppgjörsfulltrúi skal vera búsettur hér á landi og vera fær um að sinna starfi sínu á íslensku. Honum er heimilt að starfa fyrir fleiri en eitt vátryggingafélag.



This website is built with Eplica CMS